Mikil hlýnun

Mikil hlýnun hefur átt sér stað á síðustu öld og enn færist hún í aukana.

Hérna eru gögn sem sýna hitabreytingarnar sem hafa átt sér stað: http://www.cru.uea.ac.uk/cru/demos/temrec/ (þarfnast java)

Breytingarnar eru sérstaklega greinilegar á norðurhveli jarðar. Síðustu 20 ár hefur hlýnunin aukist gríðarlega og eru greinilegar breytingar á milli ára síðan um það bil 1985.

Ég var einmitt að ræða við tvo vísindamenn (báðir hafa gert rannsóknir á loftslaginu) um þetta rétt áðan og þeir voru báðir 99% öruggir á því að hlýnunin sé að einhverjum hluta ef ekki mestum að manna völdum.

Flestir vita samt sem áður að hlýnun stafar sennilega að vissu leyti af náttúrulegum orsökum því jörðin hlýnar og kólnar svo aftur og ísöld á sér stað og svo hlýnar hún aftur. Mennirnir eru sennilega að flýta (og auka) þessa hlýnun og vísindamenn spá mikið í það þessa dagana hvort hlýnunin verði nógu mikil til að koma í veg fyrir næstu ísöld.

Hvernig sem á þetta er litið, það lítur úr fyrir að það verði mjög heitt á jörðinni fyrir komandi kynslóðir og slíkur hiti hefur áhrif á marga mikilvæga hluti í lífi okkar, til dæmis hæð sjávaryfirborðs og veðurfar.


mbl.is Spá miklum hörmungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband