Tímasóun? - Stöðugleiki? - Valdagræðgi?

Miklum tíma er eytt í að ræða hvort kjósa eigi í nýja ríkisstjórn þrátt fyrir að önnur mun brýnni málefni séu til staðar.

Íslenskir þingmenn hafa að mestu leiti hingað til starfað saman og unnið að því sem er best fyrir Ísland, en ekki þá sjálfa. Þetta er að breytast.

Ingibjörg Sólrún segir að Vinstri Grænir, Framsókn og Frjálslyndir hafi engar lausnir á núverandi vandamálum og ekkert bendir til þess að það sé ósatt. Ekki nema að þau haldi þessum lausnum fyrir sig á meðan þeir reyna að komast til valda og það á kostnað landsins.

Þegar þú kýst einhvern á þing, þá ertu yfirleitt að kjósa hann/hana til að gera það sem hann/hún vill gera, en ekki það sem þú vilt gera.

Stöðugleiki er mikilvægur, sérstaklega á tíma sem þessum. Að berjast innbyrðis leysir engin vandamál heldur býr bara til ný.


mbl.is Enginn samhljómur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða brýnu mál eru þetta sem stjórnin er að vinna svona hörðum höndum að.

Er það ekki það sem fólkið vill lausn frá,vinnubrögðum stjórnarinnar og stefnu.

Auðvalds og einkavæðingarstefnu með IMF ívafi.

Ef þú lesandi góður ert sáttur við verk þeirra og afleiðingar stefnu þeirra þá auðvitað þarf ekkert vantraust, ekkert lýðræði, engar breytingar, engar kosningar.

En við sem erum ósátt við afleiðingarnar viljum fólk með nýja stefnu.

Nýtt Ísland...óháð flokkum en erum sammmála þeim stjórnarandstöðuflokki sem er í andstöðu við að þau stýri áfram.

Enda snérist tillagan um að efnt verði til kosninga.

Í kosningum finnum við traust til þeirra sem við veljum.

Það er því algjör útúrsnúningur hjá háttvirtum utanríksiráðherra að krefja stjórnarandstöðuna um lausnir á stjórnarinnar vanda, og afleiðingum stefnu hennar.

Lausnin er kosningar og traust til lýðræðislegrar frammvindu.

Þarna pissar ríkisstjórnin yfir lýðræðið með útúrsnúningi.

Og hún ætti að skammast sín.

Það er mín skoðun.

Vilhjálmur Árnason. (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband