Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvaða störf?

Hvaða störf eru þetta?

Þeir sem eru alltaf á móti og segja að allt fari til fjandans hafa fyrir rest rétt fyrir sér, eins og núna. Ég veit að það er ekki svona einfalt en í hnotskurn er þetta svona.

Þetta er samt dálítið eins og að Gallup hringi í fólk og bjóði því að velja á millu fötu af kúk og fötu af skít.


mbl.is Ánægja með stjórnarandstöðu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silvía Nótt v2

Hlustar einhver á svona fólk? Þessi ræða var að mínu mati skopleg frekar en eitthvað anna og minnti mig svakalega mikið á Silvíu Nótt.

Svona fólk virðist vera að mótmæla til gamans frekar heldur en beint til að koma sínum skoðunum á framfæri. Það gæti verið áhugavert ef einhver sálfræðingur mundi taka sig til og rannsaka þetta aðeins.


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasóun? - Stöðugleiki? - Valdagræðgi?

Miklum tíma er eytt í að ræða hvort kjósa eigi í nýja ríkisstjórn þrátt fyrir að önnur mun brýnni málefni séu til staðar.

Íslenskir þingmenn hafa að mestu leiti hingað til starfað saman og unnið að því sem er best fyrir Ísland, en ekki þá sjálfa. Þetta er að breytast.

Ingibjörg Sólrún segir að Vinstri Grænir, Framsókn og Frjálslyndir hafi engar lausnir á núverandi vandamálum og ekkert bendir til þess að það sé ósatt. Ekki nema að þau haldi þessum lausnum fyrir sig á meðan þeir reyna að komast til valda og það á kostnað landsins.

Þegar þú kýst einhvern á þing, þá ertu yfirleitt að kjósa hann/hana til að gera það sem hann/hún vill gera, en ekki það sem þú vilt gera.

Stöðugleiki er mikilvægur, sérstaklega á tíma sem þessum. Að berjast innbyrðis leysir engin vandamál heldur býr bara til ný.


mbl.is Enginn samhljómur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband